Landeigandinn átti byggingarefnið sjálfur

Pálmi tók myndir af iðnaðarruslinu sem var skilið eftir.
Pálmi tók myndir af iðnaðarruslinu sem var skilið eftir. Ljósmynd/Aðsend

Maður virtist hafa losað heila kerru af rusli á vatnsverndarsvæði við Nesjavallaleið í dag. Náðist hann á mynd og fór Pálmi Gestsson leikari af stað til að ná tali á manninum en hafði hann þá yfirgefið svæðið.

„Það er galið að gera þetta við fjölfarna leið úti í miðri náttúrunni um hábjartan dag. Ég hélt að menn gerðu þetta ekki en þetta er til enn þá,“ sagði Pálmi í samtali við mbl.is.

Uppfært kl. 19:00:

Landeigandinn hefur haft samband við mbl.is. Hann er sá sem tæmdi kerruna og gerði það í fullum rétti á eigin landareign. Hann segist hafa ætlað að geyma ruslið tímabundið á svæðinu til þess að flokka það eftir helgi. Þess vegna hafi hann ekki farið með það beint á Sorpu.

Landeigandinn hefur talað við Pálma og útskýrt mál sitt. Pálmi hefur fjarlægt Facebook-færslu sína.

Ljósmynd/Aðsend

Færslan fékk mikil viðbrögð

Pálmi tók sjálf­ur mynd­ir af rusl­inu sem var skilið eft­ir og deildi á Face­book-síðu sinni og uppskar mikil viðbrögð.

Hann segir að fólk bregðist illa við þegar það sjái það sem virðist vera einhver að losa rusl úti í náttúrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert