Spáð er suðaustan 8-15 metrum á sekúndu í dag. Víða verða skúrir, en rigning suðaustantil. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig.
Úrkomulítið verður á Norðurlandi og hiti að 12 stigum yfir daginn. Hægari vindur og styttir að mestu upp seint í kvöld.
Gengur í austan- og suðaustan 13-20 m/s í nótt og verður hvassast syðst. Rigning verður með köflum, talsverð rigning á Suðausturlandi, en þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Lægir og styttir upp suðvestanlands annað kvöld.