Vissu ekki hvor þeirra ók bifreiðinni

Löggan lögregla
Löggan lögregla mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir að hafa velt bíl sínum á Kjalarnesi í dag. Mennirnir voru báðir ölvaðir og voru ekki alveg vissir hvor þeirra ók bifreiðinni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Nokkur innbrot

Nokkur innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Í Hlíðum brast lögreglu tilkynning um húsbrot. Par var handtekið vegna málsins og vistað í fangaklefa.

Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað í Garðabæ. Þar var bifreið og lausamunum stolið. Málið er í rannsókn.

Í Kópavogi var sömuleiðis tilkynnt til lögreglu um innbrot og þjófnað. Maður var vistaður í fangaklefa og bíður hann skýrslutöku. Hann er grunaður um fleiri innbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert