Einstaklingur datt af fjórhjóli við Hafrafell í morgun. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið upp úr klukkan ellefu.
Að sögn varðstjóra eru sjúkrabíll og fjallajeppi frá slökkviliðinu á staðnum og verður sá sem datt fluttur á slysadeild.
Meiðslin eru ekki talin alvarleg.