Bilun kom upp í flugvél Play sem átti að leggja af stað til Porto í Portúgal um þrjúleytið í dag. Farþegar voru komnir um borð þegar bilunin uppgötvaðist.
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Búið er að finna aðra vél til að ferja farþegana til Porto. Áætlað er að hún fari í loftið klukkan sex.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is var um tölvubilun að ræða. Birgir gat ekki staðfest það.