Fangi fannst látinn á Hólmsheiði

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

Fangi fannst látinn í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti þetta við mbl.is.

„Við erum öll harmi slegin. Það var kallaður til prestur og áfallateymi  eins og í öllum tilvikum þegar einstaklingur fellur frá í fangelsum landsins,“ segir Páll, en um karlmann var að ræða. Búið er að tala við aðstandendur hans.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Hari

Dánarorsök liggur ekki fyrir, en rannsókn er hafin hjá lögreglunni. Að sögn Páls fannst maðurinn látinn þegar klefarnir voru opnaðir í gærmorgun.

Þetta er fyrsta mannslátið á Hólmsheiði síðan fangelsið var tekið í notkun árið 2016.

„Þetta er högg fyrir alla, bæði fyrir vistmenn og starfsmenn,“ segir Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert