Þrjú tilboð bárust í breikkun

Svona á Reykjanesbrautin að líta út að framkvæmdum loknum árið …
Svona á Reykjanesbrautin að líta út að framkvæmdum loknum árið 2026. Tvíbreiður vegur í báðar áttir og akstursstefnur verða aðskildar. Tölvumynd/Mannvit

Þrjú tilboð bárust í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er innifalið í verkinu að byggja fimm brúarmannvirki og ein undirgöng úr stáli. Tvö tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun.

Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík, buðu lægst í verkið eða krónur 3.977.434.260. Er tilboð fyrirtækisins 1.056 milljónum lægra er áætlaður verktakakostnaður sem var krónur 5.033.746.194. Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf., Kópavogi, buðu sameiginlega krónur 4.294.280.879 og Ístak hf., Mosfellsbæ, bauð krónur 5.137.962.664. Næst verða tilboðin metin hjá Vegagerðinni.

Þessi hluti vegarins, við álverið í Straumsvík, er síðasti kafli Reykjanesbrautar, sem enn er einbreiður. Þetta hefur verið einn helsti slysakafli Reykjanesbrautar síðustu áratugina.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert