„Í rigningartíð og mikilli umferð brotnar fljótt út frá holum í veginum. Því reynum við að bregðast fljótt við með því að fylla í götin svo skemmdirnar smiti ekki út frá sér,“ segir Sigfús Þorbjörnsson, starfsmaður Vegagerðarinnar í Ólafsvík.
Á skírdag voru Vegagerðarmenn og fleiri við störf á þjóðveginum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Nú, þegar frost er farið úr jörðu, er alltaf hætt við skemmdum í vegum, svo sem ef undirlag er gljúpt. Því eru viðgerðir áherslumál, meðal annars vegna þess að bílar geta skemmst mikið, fari þeir harkalega í holurnar. Þær eru því fylltar með malbiki að nýju og vandlega gengið frá.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.