Vill hanna fallegasta hótel í heiminum á Íslandi

Philippe Starck á hóteli Ólafs að rissa upp hugmyndir að …
Philippe Starck á hóteli Ólafs að rissa upp hugmyndir að hóteli.

Philippe Starck, einn vinsælasti hönnuður samtímans sem margir kannast við vegna hönnunar hans á heimilistækjum, húsgögnum og byggingum, sækist nú eftir því að hanna hótel við sjávarsíðuna á Íslandi.

Þetta staðfestir Ólafur Sigurðsson, eigandi og hótelstjóri 360 Boutique Hotel, í samtali við Morgunblaðið en hann aðstoðar Starck við að leita að réttu staðsetningunni fyrir hótelið.

Ólafur segist hafa kynnst Starck þegar hann ætlaði að byggja viðbyggingu við hótelið sitt á Suðurlandi. „Eins og Íslendingar eru þá óð ég bara beint í að hafa samband við hann sjálfan. Hann var ekkert hrifinn af því að endurhanna eitthvað sem var búið að byggja en svo hafði hann áhuga á að koma til Íslands.“ Í kjölfarið heimsótti Starck hótelið sem Ólafur rekur og dvaldi þar í október. Að sögn Ólafs varð þeim fljótt vel til vina. „Þá kynntumst við og hann er svo hógvær og skemmtilegur og mikill karakter. Við smullum bara saman og hann sagðist vilja hanna hótel við sjóinn.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka