Gul viðvörun verður áfram í gildi á Austfjörðum þangað til klukkan 2 aðfaranótt þriðjudags. Þar verður talsverð rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur raskað samgöngum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Á landinu í dag er spáð hægri breytilegri átt, en austan 8 til 13 metrum á sekúndu norðan- og austanlands. Víða verður rigning eða skúrir og sumstaðar talsverð úrkoma austantil á landinu. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, hlýjast norðvestanlands.
Suðvestlæg eða breytileg átt verður á morgun, yfirleitt 5-10 m/s. Rigning eða slydda verður með köflum en þurrt um norðaustanvert landið. Úrkomulítið verður seinnipartinn, en stöku skúrir eða slydduél suðvestantil. Kólnar heldur.