Heimsmeistaraeinvígið hafið

Rússinn Ian Nepomiachtchi í taflinu í dag.
Rússinn Ian Nepomiachtchi í taflinu í dag. AFP

Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í gær. Kínverjinn Ding Liren og Rússinn Ian Nepomiachtchi keppast um að verða heimsmeistarar.

Teflt er í Astana, höfuðborg Kasakstan. Tefld­ar verða 14 skák­ir og stend­ur ein­vígið til 30. apríl.

Kínverjinn Ding Liren.
Kínverjinn Ding Liren. AFP

Nepomniachtchi með forystu

Nepomniachtchi hefur tekið forystuna í einvíginu, en búið er að tefla tvær skákir.

Í heimsmeistaraeinvíginu árið 2021 tefldi Nepomiachtchi gegn Norðmanninum Magnus Carlsen.

Carlsen vann einvígið, en hann hefur verið heimsmeistari síðan árið 2013.

Einvígið í ár er sérstakt því Carlsen hefur verið heimsmeistari í tíu ár samfellt, en tekur ekki þátt að þessu sinni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert