Innheimtustofnun hafði viðurkennt kröfuna

Aldís Hilmarsdóttir er stjórn­ar­formaður Inn­heimtu­stofn­un­ar.
Aldís Hilmarsdóttir er stjórn­ar­formaður Inn­heimtu­stofn­un­ar. mbl.is/Árni Sæberg

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga þarf að greiða fyrr­ver­andi kven­kyns starfs­manni sín­um rúm­ar nítj­án millj­ón­ir í bæt­ur vegna 40 mánaða kyn­bund­ins launamun­ar.

Hérðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi um þetta í síðustu viku.

Kon­an, sem starfaði sem lög­fræðing­ur hjá Inn­heimtu­stofn­un, fékk lægri mánaðarlaun en karl­maður sem sinnti sam­bæri­legu starfi hjá stofn­un­inni.

Höfðu viður­kennt kröf­una

Al­dís Hilm­ars­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Inn­heimtu­stofn­un­ar, seg­ir að fyrr­ver­andi for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar hafi ekki svarað kröfu kon­unn­ar. Seg­ir Al­dís að þegar ný stjórn hafi tekið við hafi málið verið skoðað.

Niðurstaða hinn­ar nýju stjórn­ar var að viður­kenna kröfu kon­unn­ar.

„Henni lá ósvarað hjá fyrri for­stjóra. Við fór­um og skoðuðum málið. Eft­ir skoðun þá féll­umst við á þessa kröfu, að það væru ómál­efna­leg­ar ástæður fyr­ir þess­um launamun,“ seg­ir Al­dís í sam­tali við mbl.is.

Dóm­ur­inn kom ekki á óvart

Þannig að þessi dóm­ur kem­ur ekki á óvart?

„Nei. Við ætluðum að reyna að semja og borguðum henni 16,5 millj­ón­ir. Hún hafði viljað fá miska­bæt­ur og út­reikn­ing drátt­ar­vaxta sem var öðru­vísi en okk­ar lög­fræðing­ur reiknaði. Við vild­um að dóm­ari myndi skera úr um það svo að við vær­um ekki að borga eitt­hvað úr op­in­beru fé sem okk­ur bæri ekki. Þannig að það snér­ist í raun bara það, en ekki efn­is­lega um kröf­una,“ seg­ir Al­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert