Umferðarslys varð við Esjumela um sjöleytið í gærkvöldi þegar bifreið fór út af veginum vegna veikinda ökumanns.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu missti maðurinn meðvitund vegna veikinda undir stýri og meiddist lítillega þegar bíllinn fór út af.
Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hlúð var að honum.
Slökkviliðið fór í 90 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af var helmingurinn forgangsflutningar, sem er helmingi meira en venjulega. Margir tengdust þeir skemmtanalífi borgarinnar, bæði á skemmtistöðum og heima við.