Unnu að viðgerð í alla nótt við erfiðar aðstæður

Bilun varð á fjarskiptakerfi Mílu.
Bilun varð á fjarskiptakerfi Mílu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðgerð er lokið vegna bilunar sem varð á fjarskiptakerfi Mílu við Bakkafjörð á Norðausturlandi í gær eftir að strengur slitnaði í Hölkná.

Unnið var að viðgerð í alla nótt við erfiðar aðstæður og var kerfið aftur orðið virkt rétt fyrir klukkan sex í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert