Bíll í höfnina í Vestmannaeyjum

Bíllinn fór í höfnina í kvöld.
Bíllinn fór í höfnina í kvöld. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bíll fór í höfn­ina við Naust­ham­ars­bryggju í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Fjöl­mennt lið lög­reglu, sjúkra­flutn­inga­manna og slökkviliðs er á staðnum.

Kafar­ar hafa náð öku­manni bíls­ins úr höfn­inni en hann var einn í bíln­um. Jó­hann­es Ólafs­son, yf­ir­lög­regluþjónn í Vest­manna­eyj­um, staðfest­ir þetta við mbl.is.

Var hann meðvit­und­ar­laus en unnið er að end­ur­lífg­un.

Upp­fært:

Frá Vestmannaeyjahöfn í kvöld.
Frá Vest­manna­eyja­höfn í kvöld. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka