Engin viðvörun barst

Mesta mildi þykir að ekki hafi farið verr. Að minnsta …
Mesta mildi þykir að ekki hafi farið verr. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofan varaði einungis við aukinni snjóflóðahættu á bandaríska samfélagsmiðlinum Facebook, kvöldið áður en þrjú snjóflóð féllu í og við byggð í Neskaupstað að morgni 27. mars.

Sökum hinnar lítt áberandi tilkynningar var ekkert fjallað um hættuna á fréttamiðlum landsins og gengu íbúar því grandalausir til náða að kvöldi sunnudagsins 26. mars.

Bæjarbúar ekki varaðir við

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir að bæjarbúar hafi ekki verið varaðir við. Fyrsta tilkynning um flóð hafi svo borist klukkan sex um morguninn, frá snjóruðningsmanni.

Var það um 45 mínútum áður en annað flóð féll þar sem í það minnsta 10 slösuðust.

Um 38 þúsund fylgja facebooksíðu Veðurstofunnar og lítið brot þeirra sér hverja færslu.

Til samanburðar má nefna að meðalfjöldi lesenda mbl.is á degi hverjum er rúmlega 219 þúsund manns, miðað við fyrsta fjórðung þessa árs. Meðalfjöldi lesenda Vísis var litlu minni á sama tíma.

Mesta mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar snjóflóðin féllu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert