Lögregla var send ásamt sjúkraliða í gær að veitingastað í miðborginni vegna bráðaveikinda, sem reyndust svo vera minniháttar veikindi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þegar að lögregla kom á vettvang var vegfarandi ósáttur með viðveru lögreglu á staðnum og lét það í ljós með því að kýla lögreglumann fyrirvaralaust í andlitið.
Manneskjan var handtekin og vistuð í fangaklefa. Verður hún kærð fyrir að tálma lögreglumanni að gegna starfi sínu, segja ekki til nafns eða framvísa persónuskilríkjum, vörslu fíkniefna ásamt því að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi.