Lést í Vestmannaeyjahöfn

Ökumaður var úr­sk­urðaður lát­inn við Naust­ham­ars­bryggju í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Til­kynnt var um að bíll hefði farið í höfn­ina á ní­unda tím­an­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um.

mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að fjöl­mennt lið lög­reglu, sjúkra­flutn­ings­manna og slökkviliðs hafi verið við störf við höfn­ina í kvöld. Maður­inn var meðvit­und­ar­laus þegar hann náðist úr bíln­um. End­ur­lífg­un bar ekki ár­ang­ur og var maður­inn úr­sk­urðaður lát­inn á staðnum. 

Rann­sókn á til­drög­um slyss­ins stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert