Óvíst með þyrlupall

Alls er óvíst hvort þyrlupalli verði komið fyrir á eða …
Alls er óvíst hvort þyrlupalli verði komið fyrir á eða við nýjan Landspítala sem nú er í byggingu. mbl.is/Árni Sæberg

Óvíst er með afdrif þyrlupalls við Landspítalann sem nú er í byggingu. Er hann einungis einn af mörgum þáttum í byggingu spítalans sem eftir á að taka ákvörðun um fyrir verklok, sem áætluð eru 2028.

„Það hefur ekki verið ákveðið hvar, hvort og hvernig þyrlupallur verður,“ segir Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala ohf.

Hann segir að ýmsu að hyggja hvað viðkemur spítalanum og eftir eigi að taka margar ákvarðanir er tengjast byggingu hans.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka