Skýrslutökum að mestu lokið

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar málið.
Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar málið. Samsett mynd

Lögreglan í Vestmannaeyjum er enn með til rannsóknar mál manns sem var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ í byrjun mánaðarins.

Lögreglan lét snúa við skipinu Grímsnesi GK-555 þar sem unglingsstúlka sem leitað hafði verið að var um borð.

Að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, er skýrslutökum í málinu að mestu lokið. Meðal annars er búið að ræða við manninn, stúlkuna og skipstjórann.

Verið er að hnýta lausa enda í málinu. Að rannsókn lokinni fer það til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert