Fékk 25 milljónir á trompmiða

Glás af fé fylgir vinningnum.
Glás af fé fylgir vinningnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn miðaeigandi fékk fimm milljón króna vinning, sem er hæsti vinningurinn í aðalútdrætti Happdrætti Háskóla Íslands, þegar dregið var í kvöld en þar sem miðaeigandinn á trompmiða fimmfaldaðist vinningsupphæðin og fær hann því 25 skattfrjálsar milljónir í vinning.

Alls skipta vinningshafar með sér tæpum 148 skattfrjálsum milljónum í vinninga eftir útdráttinn.

Annar eigandi trompmiða fékk 2,5 milljónir í vinning, fimm miðaeigendur fengu eina milljón króna hver og nítján fengu hálfa milljón króna hver.

Potturinn í milljónaveltunni svokölluðu gekk ekki út og því verða 30 milljónir í pottinum í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert