Handtaka á Miklubraut

Lögreglan stöðvaði för ökumanns sportbíls á leið sinni niður Miklubraut í hádeginu í dag.

Lögreglubíll ók á móti umferð upp Miklubraut og í veg fyrir sportbílinn til móts við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar.

Lögreglumaður á bifhjóli var einnig á staðnum en blaðamanni mbl.is á vettvangi virtist sem ökumaðurinn hefði streist á móti við handtökuna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gat ekki gefið upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert