Lögreglu barst tilkynning um nakta konu sem var í stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti í dag. Að því er segir í dagbók lögreglu var ekkert að sjá er lögreglu bar að.
Þá kemur einnig fram að tilkynning hafi borist um grunsamlegar mannaferðir í Breiðholti en síðar komst í ljós að lýsingin passaði við blaðbera sem var við útburð í hverfinu.
Þrír ökumenn sem stöðvaðir voru í akstri í Reykjavík reyndust aka undir áhrifum fíkniefna og/eða vínanda, einn í hverfi 101, annar í hverfi 105 og sá þriðji í hverfi 108.
Tilkynning barst um árekstur reiðhjóls og bifreiðar í hverfi 220. Ökumaður reiðhjólsins var fluttur á spítala til nánari skoðunar.
Tilkynnt var um bifreið sem ekið hafði á húsvegg í hverfi 110. Bifreiðin var farin af vettvangi þegar lögregla mætti á vettvang málið í rannsókn lögreglu.