Skuldamál Icelandair og Berjaya fyrir Hæstarétt

Konsúlat hótel við Hafnarstræti. Hótelið var áður í eigu Icelandair …
Konsúlat hótel við Hafnarstræti. Hótelið var áður í eigu Icelandair Group er nú í fullri eigu malasíska hótelrisans Berjaya. Icelandair Group bar ábyrgð á greiðslu sex mánaða leigu samkvæmt leigusamningi við Suðurhús. Samsett mynd

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Icelandair og hótelkeðjunnar Berjaya í máli þar sem þeim var gert að greiða fasteignafélaginu Suðurhúsum 137 milljónir vegna vangoldinnar leigu sem Berjaya taldi að „force maj­eure“-ákvæði næði til vegna far­ald­urs­ins. Hafði Landsréttur ekki fallist á það og dæmt félögin til að greiða Suðurhúsum upphæðina.

Upp­haf máls­ins nær til þess þegar Icelanda­ir hotels, þá í eigu Icelanda­ir, skrifuðu und­ir sam­komu­lag við Suður­hús um leigu á hús­næðinu að Hafn­ar­stræti 17-19 þar sem Icelanda­ir Hotels og síðar Berjaya hef­ur rekið Reykja­vík Konsúlat Hotel. Samn­ing­ur­inn var gerður árið 2014 og náði til árs­ins 2036.

Icelanda­ir seldi hót­elkeðju sína síðar til Berjaya, en gekkst und­ir að bera ábyrgð á greiðslu sex mánaða leigu.

Í heims­far­aldr­in­um var hót­el­inu lokað um tíma og greiddi leigutak­inn þá aðeins 20% af um­sömdu leigu­gjaldi frá apríl 2020 til nóv­em­ber sama ár. Suður­hús fóru fram á að fá greidd­ar van­goldnu leigu­tekj­urn­ar sam­kvæmt samn­ingn­um.

Berjaya taldi að svo­kallað „force maj­eure“-ákvæði næði til þeirra aðstæðna sem áttu sér stað í far­aldr­in­um, þ.e. að brostn­ar for­send­ur væru til staðar sem væru ófyr­ir­sjá­an­leg­ar og óviðráðan­leg­ar og væru ótengd­ar rekstr­in­um að öðru leyti.

Hæstiréttur féllst á með Icelandair og Berjaya að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í viðvarandi samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Var beiðnin því samþykkt og verður málið tekið fyrir í Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert