Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var í morgun kallað út vegna elds við Rimaskóla í Grafarvogi, en brunavarnarkerfi skólans hafði farið í gang. Kom í ljós að um var að ræða rusl fyrir utan skólann sem kveikt hafði verið í og hafði reykur farið inn um glugga skólans.
Samkvæmt vakthafandi slökkviliðsmanni kom útkallið klukkan rétt rúmlega fimm í morgun og tók um hálftíma að reykræsta og endurræsa viðvörunarkerfið, en öryggisfyrirtæki skólans tók svo við á vettvangi. Er talið að um litlar ef einhverjar skemmdir sé að ræða og var slökkvilið farið af vettvangi fyrir klukkan sex.