Sprenging í útgáfu vegabréfa og lengri biðtími

Það getur verið dýrt að gleyma að endurnýja vegabréfið.
Það getur verið dýrt að gleyma að endurnýja vegabréfið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls voru gefin út 45.093 vegabréf á árinu 2022. Það er rúmlega tvöföldun frá 2021 þegar 21.955 vegabréf voru gefin út samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki þarf að koma á óvart að aðeins 8.503 vegabréf voru gefin út 2020, árið sem Covid-19 knúði dyra. Það sem af er þessu ári hafa 13.503 vegabréf verið gefin út.

„Það er mikið að gera og mikið um ferðalög,“ segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Vetrar- og páskafrí ýttu við fólki að endurnýja vegabréf fjölskyldunnar eftir að hafa safnað ryki mánuðum saman.

„Það er einnig mikið af vegabréfum sem renna út 2023 sem eru með tíu ára gildistíma og fólk er að endurnýja núna. Síðan er uppsöfnuð endurnýjunarþörf eftir Covid-19,“ segir Einar og nefnir sérstaklega börn sem hafi ekki ferðast á tímum faraldursins.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert