Vor í lofti og nagladekkin víkja

Nóg var að gera hjá Dekkjahöllinni á Akureyri í gær.
Nóg var að gera hjá Dekkjahöllinni á Akureyri í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við teljum að núna sé tíminn kominn, og ekki eftir neinu að bíða. Ökumenn vöknuðu aðeins fyrir páska, en þó biðu margir eftir páskahretinu. Svo hefur verið brjálað að gera í dag,“ sagði Jóhann Jónsson hjá Dekkjahöllinni á Akureyri í gær, en þar var myndin tekin.

Mikið annríki er á dekkjaverkstæðunum þessa dagana, við að taka vetrardekkin undan ökutækjunum og setja sumardekkin á. Formlegur frestur til að aka um á nagladekkjum rennur út nk. laugardag, 15. apríl.

Eftir þann tíma fer að styttast í að laganna verðir sekti ökumenn með nagladekk á bílum sínum. Aðstæður eru þó metnar hverju sinni en snjór nær enn niður í byggð norðan- og austanlands. Hann er þó á undanhaldi og langtímaveðurspár benda til vætu og hlýinda síðustu daga vetrarins.

Dekkjahöllin rekur fjögur verkstæði, tvö í Reykjavík, eitt á Akureyri og eitt á Egilsstöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert