„Við erum á áætlun, bæði hvað varðar staðfestingar á þátttöku og hagnýtan undirbúning en eins varðandi efnislega vinnu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu, um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður hér á landi í næsta mánuði.
Nú hafa 44 af leiðtogum Evrópuráðsins staðfest komu sína með formlegum eða óformlegum hætti að sögn Rósu. Auk leiðtoganna koma hingað til að mynda ýmsir embættismenn Evrópuráðsins.
„Það er mikill áhugi á fundinum, við finnum fyrir því til að mynda með því að allir vilja nú stækka sendinefndir sínar. Það eru auðvitað mjög strangar takmarkanir á því hversu margir fá aðgang inn í húsið meðan á fundinum stendur en ríki mega hafa eins stórar sendinefndir og þau vilja.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.