Borgin klárað lánalínu Landsbankans

mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg hefur á hálfu ári nýtt sér níu milljarða af tólf mögulegum í lánalínum tveggja banka. Borgin fékk sex milljarða króna lánalínu frá Landsbankanum í október sl. og sú heimild var fullnýtt fyrir áramót. Þá hefur borgin dregið þrjá milljarða af sex í lánalínu frá Íslandsbanka á þessu ári.

Sem kunnugt er féll borgin frá skuldabréfaútgáfu sem fara átti fram í gær, og hefur þá tvo mánuði í röð fallið frá útgáfu.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sendi Reykjavíkurborg bréf í lok febrúar sl. þar sem athugasemdir eru gerðar við að borgin uppfylli ekki öll lágmarksviðmið fyrir A-hluta rekstrar.

Mat fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar var að ekki þyrfti að upplýsa markaðinn um bréfið, þrátt fyrir að borgin væri með skráð skuldabréf á markaði sem háð eru verðmótandi upplýsingum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið í dag að um „rútínubréf“ sé að ræða og því verði svarað.

Reykjavíkurborg er þó ekki eina sveitarfélagið sem glímir við fjárhagsörðugleika. Haldinn var íbúafundur á Selfossi í gær þar sem fjallað var um aðgerðir til að bæta skulda­vanda sveitarfélagsins.

Heildarskuldir Árborgar eru í dag 27 milljarðar króna. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er um 160% af tekjum. Árborg uppfyllir því ekki skuldaviðmið samkvæmt lögum, sem kveða á um að það hlutfall skuli ekki vera hærra en 150%. Uppsagnir voru boðaðar og sala eigna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert