Líklegt er að eldurinn í hjólhýsi í Hafnarfirði á þriðjudaginn hafi kviknað út frá vindlingi.
Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði einstaklingur fengið að gista í hjólhýsinu sem var ekki eigandi þess.
Altjón varð á hjólhýsinu, en tilkynnt var um eldinn um hádegisbilið.
Bíllinn sem stóð á bílastæðinu við Menntasetrið við lækinn við hliðina á hjólhýsinu er líklega ónýtur eftir eldsvoðann, bætir Sævar við.