Íbúðahverfi rís við Veðurstofuna

Svæðið sem um ræðir er innan punktalínunnar. Reiturinn, við Öskjuhlíð, …
Svæðið sem um ræðir er innan punktalínunnar. Reiturinn, við Öskjuhlíð, er á mótum Bústaðavegar (nær) og Kringlumýrarbrautar.

Nýtt íbúðahverfi verður á næstu árum byggt fyrir austan Veðurstofuna við Bústaðaveg. Áætlað er að á reitnum geti risið allt að 150 íbúðir, ætlaðar námsmönnum, tekjulágu og ungu fólki sem er að eignast sína fyrstu íbúð. Byggingamagn gæti orðið á bilinu 15-30 þúsund fermetrar.

Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir skömmu að kynna lýsingu deiliskipulags Veðurstofureits en markmiðið er að byggja heildstætt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Ferlið sem nú fer í gang gæti staðið fram í ágúst 2024. Það hefst með hugmyndaleit en síðan tekur við kynning, öflun umsagna og athugasemda o.fl.

Borgarstjóri og fjármálaráðherra undirrituðu hinn 2. júní 2017 samkomulag um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða umráðum ríkisins. Einn af þessum reitum var Veðurstofuhæðin við Öskjuhlíð.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert