Kafbátar og skip til æfingar

Portúgalska freigátan Corte-Real dregur upp landfestar í Sundahöfn í Reykjavík. …
Portúgalska freigátan Corte-Real dregur upp landfestar í Sundahöfn í Reykjavík. Skipið var í hópi þeirra sem æfðu hér við land í fyrra. Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen

Kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO), Dynamic Mongoose, fer fram á hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs dagana 26. apríl til 5. maí nk. Er um að ræða æfingu sem haldin hefur verið frá árinu 2012 og fer hún gjarnan að stórum hluta fram við Færeyjar.

Í skriflegum svörum NATO til Morgunblaðsins kemur m.a. fram að æfingin nú verði meira krefjandi í framkvæmd en sú sem haldin var í fyrra. Mikilvægt sé að tryggja að ólík vopnakerfi vinni saman sem ein heild. Alls ætla ellefu aðildarríki NATO að taka þátt, þ.e. herskip frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal og Spáni. Þá mun Landhelgisgæslan taka þátt fyrir Íslands hönd.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert