Koparhvarf, hótanir og dularfull umferð í sama hverfinu

Horft yfir Árbæ. Mynd úr safni.
Horft yfir Árbæ. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Árbæ í dag. Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í dagbók sinni.

Þar kemur einnig fram að til rannsóknar sé þjófnaður á kopar í sama hverfi, en tilkynning um málið barst lögregluembættinu í dag.

Í dagbókinni segir einnig að tilkynnt hafi verið um hótanir í garð manns í Árbæ. Nánari málavextir eru ekki reifaðir í skrifunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert