Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Árbæ í dag. Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í dagbók sinni.
Þar kemur einnig fram að til rannsóknar sé þjófnaður á kopar í sama hverfi, en tilkynning um málið barst lögregluembættinu í dag.
Í dagbókinni segir einnig að tilkynnt hafi verið um hótanir í garð manns í Árbæ. Nánari málavextir eru ekki reifaðir í skrifunum.