Lík fannst í fjöru nærri Borgarnesi í dag.
Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu að rannsókn sé hafin. Unnið sé að því að bera kennsl á þann látna.
Fram kemur að lögreglan muni gefa frá sér upplýsingar þegar staðfest hafi verið hver sá látni er og búið að hafa samband við aðstandendur.