Ný stjórn Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, var kjörin í dag á aðalfundi samtakanna í Stúdentabúð. Linda Rún Jónsdóttir var kjörin forseti Röskvu og Kristmundur Pétursson mun taka við sem oddviti samtakanna.
Aðrir sem skipa stjórnina eru Fjóla María Sigurðardóttir varaforseti, Kolbrá Brynjarsdóttir ritari, Erla Viktoría Hrafnkelsdóttir gjaldkeri, Embla Rún Hall ritstýra, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir markaðsstýra, Jóhannes Óli Sveinsson skemmtanastjóri, Kristrún Vala Ólafsdóttir kynningarstýra, Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir kosningastýra, Daniel Thor Meyer alþjóðafulltrúi, Styrmir Hallsson meistarafulltrúi og Magnús Hallsson meðstjórnandi
Að því er segir í fréttatilkynningu félagsins var húsfylli á fundinum. Auk þess að kjósa í stjórn voru ársreikningar félagsins kynntir auk skýrslu fráfarandi stjórnar um liðið ár.