Lóð rúmlega fjórfaldaðist í verði

Myndin af byggingarlóðinni var tekin um það leyti sem fyrirspurn …
Myndin af byggingarlóðinni var tekin um það leyti sem fyrirspurn var send á borgina en svar frá fulltrúa hennar barst í gær eftir rúmlega 100 daga. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 15. júní 2017 var lóðinni Gissurargata 1 úthlutað til ungs pars sem greiddi 11,766 milljónir fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjald. Þau seldu svo sömu lóð í febrúar síðastliðnum til hjóna á miðjum aldri og var kaupverðið 49,5 milljónir króna.

Það er fjórfalt hærra en upphaflegt kaupverð.

Sé upphaflegt kaupverð núvirt kostaði lóðin 15,4 milljónir og hefur raunverð hennar því ríflega þrefaldast á tæplega sex árum sem telja verður góða ávöxtun. Samkvæmt kaupsamningi er fasteignamatið 26,45 milljónir.

Lóðin var auglýst á fasteignavef Mbl.is um áramótin. Fram kom í auglýsingu að um væri að ræða lóð undir einbýlishús á „frábærum stað í litlu hverfi við Reynisvatnsás í jaðri byggðar þar sem eingöngu eru sérbýli í hverfinu“.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka