Ræða sameiningu þriggja félaga

Félögin sem um ræðir eru Fræðagarður, stærsta aðildarfélagið innan BHM, …
Félögin sem um ræðir eru Fræðagarður, stærsta aðildarfélagið innan BHM, Félag íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjú stéttarfélög háskólamenntaðra starfsmanna innan BHM ræða þessa dagana um sameiningu félaganna í eitt félag. Gangi það eftir yrði það meðal stærstu stéttarfélaga á opin­bera markaðinum með tæplega fimm þúsund félagsmenn.

Félögin sem um ræðir eru Fræðagarður, stærsta aðildarfélagið innan BHM, Félag íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Aðalfundir félaganna samþykktu fyrr í vetur að veita stjórnum félaganna umboð til að taka upp viðræður við önnur stéttarfélög háskólamenntaðs fólks um sameiningu félaganna. Er markmiðið að koma á fót nýju og öflugu stéttarfélagi háskólamenntaðra sérfræðinga sem byggist á sterkum og fjölbreyttum grunni ólíkra félaga.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Fræðagarðs segir að vinnan að sameiningu hafi byrjað í seinasta mánuði og viðræður séu komnar á skrið. Stjórnir félaganna séu farnar að funda saman, finna sameiginlega fleti og skoða hvaða möguleikar felast í nýju og stóru stéttarfélagi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert