Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í hluta miðbæjar Reykjavíkur.
Á vef Veitna segir að rafmagn sé komið á hluta svæðisins sem var fyrst úti rétt eftir klukkan 8 í morgun, en enn er unnið að viðgerð.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.
Uppfært 10:05
Rafmagnið er komið á alls staðar.