Rúmanýting yfir 100% allt þetta ár

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Álag hefur verið umtalsvert á legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri allt þetta ár og hefur rúmanýting á lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild sjúkrahússins verið vel yfir 100% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir álag hafa verið mikið undanfarna mánuði og rúmanýtingu á ofangreindum deildum meiri en vanalega.

„Þetta mikla álag sem verið hefur í starfseminni, sem bætist við manneklu heilbrigðisstarfsfólks, hefur augljóslega áhrif á okkur. Starfsfólkið er frábært og mjög lausnamiðað en eðlilega hefur álag áhrif á starfsfólkið til lengdar.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert