Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um árekstur þar sem tjónvaldur flúði af vettvangi.
Lögreglumenn mynduðu vettvang og tjón á bifreið þess sem tilkynnti áreksturinn.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við áreksturinn virðist sem skráningarnúmer á bifreið tjónvalds hafi losnað og lá eftir á vettvangi. Málið er nú í rannsókn.
Þá barst tilkynning um ölvaðan einstakling sem braut borð í samkomusal fyrirtækis. Einstaklingnum var kynnt kæruferli vegna eignaspjalla en hann kvaðst ekki kannast við eignaspjöllin. Að upplýsingaöflun lokinni var einstaklingnum vísað út úr fyrirtækinu.
Í miðborginni tilkynnti erlendur ferðamaður þjófnað á skartgripum sem voru geymdir á hótelherbergi ferðamannsins á meðan hann var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum.
Þegar ferðamaðurinn var að pakka fyrir heimför áttaði hann sig á því að skartgripirnir voru hvergi sjáanlegir. Lögregla ritar nú skýrslu um málið.
Þá kannaði lögregla ástand og réttindi ökumanns í hverfi 108. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus en kvaðst vera búinn með bóklega námið en ætti einungis eftir að standast bóklega- og verklega prófið.