Starf­semi glæpa­sam­takanna ó­venju­leg

Verðmæti hlutana sem lögregla lagði hald á er gífurlegt.
Verðmæti hlutana sem lögregla lagði hald á er gífurlegt. Ljósmynd/Brasilíska alríkislögreglan

Brasilíska alríkislögreglan segist hafa komist á snoðir um starfsemi glæpasamtaka sem Íslendingurinn Sverrir Þór Gunnarsson er sagður stjórna þegar staðsetning flugskýlis sem tengdist glæpastarfseminni var uppgötvuð.

Þessu greinir SBT News frá.

Þá sé rekstur glæpasamtakanna talinn nokkuð sérstakur vegna þess að þau selji margar tegundir fíkniefna í stórum og smáum skömmtum auk þess sem þau sjái einnig um inn- og útflutning efnanna. Þá nýti samtökin báta í flutningi á kannabisefnum en leiðirnar sem hafi verið notaðar til flutnings hafi meðal annars farið með ströndum Afríku.

Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki viljað staðfesta að Íslendingurinn sem um sé að ræða sé Sverrir Þór en brasilískir miðlar birtu nafn hans í tengslum við málið stuttu eftir handtöku. Tugir handtökuskipana voru gefnir út í tengslum við aðgerð gærdagsins sem ber heitið Match Point.“

Stór aðgerð

Lögregluembætti í Brasilíu unnu að aðgerðinni  í sam­vinnu við lög­regl­una á Ítal­íu og Íslandi í gegn­um Europol. Þá voru ís­lensk­ir lög­reglu­menn á staðnum þegar aðgerðin var fram­kvæmd.

Um 250 lög­reglu­menn tóku þátt í verk­efn­inu og lagði lög­regla hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir auk öku­tækja og skipa ásamt því að loka fyr­ir banka­reikn­inga 43 ein­stak­linga.

Lög­regl­an tel­ur verðmæti eign­anna sem gerðar voru upp­tæk­ar geta numið um 150 millj­óna brasil­ísks ríal eða um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

Karl Stefán Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við mbl.is í gær að aðgerðin hefði verið mánuði í undirbúningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert