„Það situr í þér þegar þér er ekki trúað“

Ágústa Sól Stefánsdóttir Thors.
Ágústa Sól Stefánsdóttir Thors. Ljósmynd/Aðsend

„Hugmyndin kviknaði frá eigin reynslu, því ég hef upplifað þetta sjálf. Þegar ég hef farið til læknis hef ég oft upplifað að ekki sé hlustað á mig því ég hef glímt við geðræn veikindi frá unglingsaldri. Þannig að það var kveikjan að þessari rannsókn,“ segir Ágústa Sól Stefánsdóttir Thors.

Hún gerði rannsóknina í lokaverkefni sínu í sálfræði í Háskóla Reykjavíkur um fordóma gegn fólki með geðræna sjúkdóma og hvernig þeir fordómar verða til þess að hópurinn sækir sér síður aðstoð vegna líkamlegra kvilla.

Margir sem hafa geðrænar raskanir treysta sér ekki til að …
Margir sem hafa geðrænar raskanir treysta sér ekki til að fara til læknis vegna líkamlegra kvilla og greinast því seint og illa. mbl.is/thinkstockphotos

Leitar sér síður hjálpar

„Ég sá að ekki hafði verið mikið skrifað um upplifun fólks með geðraskanir á íslenska heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Sól.

„Það kom í ljós í rannsókn minni að fólk með geðræna sjúkdóma leitar sér síður hjálpar við líkamlegum kvillum. Margir upplifa mismunun og fordóma og því meiri neikvæð upplifun sem fólk fær við að leita sér hjálpar, því líklegra er það til að fresta því að fara til læknis.“

Í rannsókninni bjó Ágústa til spurningalista sem hún setti inn á Facebook-síðuna Geðsjúk sem hafði þá 5.300 meðlimi. Hún var sjálf félagi í hópnum og þátttakendur voru á aldrinum frá átján ára til rúmlega sjötugs. Meirihluti svarenda var konur, eða 84,6% af þeim 169 sem svöruðu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert