Víða næturfrost í nótt

Í dag er spáð norðaustlægri eða breytileg átt, víða á bilinu 3-8 m/s, en 8-15 m/s með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul. 

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að spáð sé rigningu með köflum austan- og suðaustanlands og stöku skúr á Suðurlandi seinni partinn.

Í öðrum landshlutum verður að mestu léttskýjað en þó einhver þokuslæðingur til fjalla framan af degi um norðanvert landið.

Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig í dag, en víða vægt frost í nótt.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert