„Förgunarmálin þar sem hnífurinn stendur í kúnni“

Riðuveiki var staðfest á bæ í Miðfjarðarhólfi í dag.
Riðuveiki var staðfest á bæ í Miðfjarðarhólfi í dag. mbl.is/Skúli Halldórsson

Riða í sauðfé á bæ í Miðfjarðarhólfi hefur verið staðfest að sögn Sig­ur­borgar Daðadótt­ir, yf­ir­dýra­lækn­i hjá Mat­væla­stofn­un í samtali við mbl.is. Um 700 kindur eru á bænum, en ekki liggur fyrir hvenær féð verður aflífað, vegna óvissu um förgun á hræjunum. 

Sigurborg segir næstu skref vera að mæla með því við umhverfisráðherra að hann fyrirskipi niðurskurð á fénu. Matvælastofnun sé tilbúin að ganga í málið um leið og færi gefst en sé í biðstöðu vegna vanda í urðunarmálum, en sorpvinnslustöðin Kalka, sem er eina stöðin sem sér um förgun á hræjum, get­ur ekki tekið við hræjunum vegna bil­un­ar í búnaði. 

„Það þarf öll keðjan að ganga upp. Förgunarmálin er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Förgunarmál eru á ábyrgð sveitarfélaga og það er umhverfisstofnun sem veitir leyfi, þannig boltinn er þar,“ segir Sigurborg og bætir við að féð verði ekki aflífað nema öll keðjan gangi upp og förgunarstaður sé til reiðu. 

„Sauðburður er að bresta á, þannig við höfum bara örfáa daga til að gera þetta, annars þarf að fresta því fram á sumar“ segir Sigurborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert