Brennisteinsvetni nærri upptökum Múlakvíslar í Kötlujökli mælist enn yfir heilsuverndarmörkum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Gasmengun hefur mælst frá því í gærmorgun og er fólk á svæðinu beðið um að gæta varúðar nærri ánni og sérstaklega upptökum hennar, og þá sérstaklega þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri.
Rafleiðni hefur þó ekki hækkað í ánni en það má búast við að það gerist næstu daga. Rafleiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda í vatninu. Þeim mun meiri sem styrkurinn er, því meiri er leiðnin.
„Þetta er eitthvað sem við sjáum eiginlega á hverju ári og stundum oft á ári,“ segir náttúruvársérfræðingur og því er ekki um óvenjulegan atburð að ræða en Veðurstofan fylgist þó vel með.