Gasmengun mælist enn

Brenni­steinsvetni nærri upp­tök­um Múla­kvísl­ar í Kötlu­jökli mælist enn yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um.
Brenni­steinsvetni nærri upp­tök­um Múla­kvísl­ar í Kötlu­jökli mælist enn yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um. mbl.is/Jónas Erlendsson

Brenni­steinsvetni nærri upp­tök­um Múla­kvísl­ar í Kötlu­jökli mælist enn yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Gasmengun hefur mælst frá því í gærmorgun og er fólk á svæðinu beðið um að gæta varúðar nærri ánni og sér­stak­lega upp­tök­um henn­ar, og þá sérstaklega þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri. 

Rafleiðni hefur þó ekki hækkað í ánni en það má búast við að það gerist næstu daga. Rafleiðni vatns seg­ir til um styrk upp­leystra raf­hlaðinna efna og efna­sam­banda í vatn­inu. Þeim mun meiri sem styrk­ur­inn er, því meiri er leiðnin.

„Þetta er eitthvað sem við sjáum eiginlega á hverju ári og stundum oft á ári,“ segir náttúruvársérfræðingur og því er ekki um óvenjulegan atburð að ræða en Veðurstofan fylgist þó vel með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert