Geðheilbrigðiskerfið siglt í strand

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ljósmynd/Geðhjálp

„Þegar einn af hverjum tíu sem leggjast inn á geðdeild fær lyf gegn eigin vilja þarf að staldra við. Þetta er talsverður fjöldi og í raun sláandi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær.

Rannsóknin náði til áranna 2014-2018 en umfang vandans hefur til þessa ekki verið ljóst. Grímur kallar eftir nákvæmri skráningu, fylgst verði vel með því þegar nauðung og þvingun er beitt á geðdeildum landsins og að landlæknir birti árlega tölfræði um slík tilvik.

Hann segir að tölfræðin lýsi ekki þeim áföllum sem fólk hafi orðið fyrir þegar það gangi út af geðdeild eftir innlögn. „Við hittum fjölda fólks sem hefur verið lyfjaþvingað inni á geðdeild. Það eru ákveðnar áskoranir sem fylgja því að ganga í gegnum lífið eftir að hafa verið beittur ákveðnu ofbeldi inni á sjúkrahúsi.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert