Hvetur Gylfa til að sækja rétt sinn

Jón Steinar er fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar er fyrrverandi hæstaréttardómari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, hvet­ur knatt­spyrnu­mann­inn Gylfa Þór Sig­urðsson til að sækja rétt sinn fyr­ir dómi.

Greint var frá því í dag að Gylfi yrði ekki ákærður fyr­ir brot gegn ólögráða ein­stak­lingi og væri því laus allra mála, en hann var hand­tek­inn í júlí árið 2021 vegna gruns um að hafa brotið gegn ólögráða ein­stak­lingi.

Eft­ir hand­tök­una var Gylfa gert að sæta far­banni. Stóð það alls yfir í 637 daga.

Gylfi orðið fyr­ir stór­leg­um skaða

Jón Stein­ar skrif­ar um málið á Face­book-síðu sinni. Seg­ir hann virðast sem að yf­ir­völd hafi dregið lapp­irn­ar við að rann­saka málið og hvet­ur Gylfa til að leita rétt­ar síns.

„Það er búið að halda mann­in­um í far­banni í nær tvö ár. Hann hef­ur ekki getað stundað at­vinnu sína þann tíma, en hann var hátt launaður at­vinnumaður í fót­bolta þegar ósköp­in riðu yfir. Mér skilst að sam­kvæmt bresk­um rétti hafi tján­ing­ar­frelsi hans verið tak­markað því hann hafi ekki mátt ræða málið op­in­ber­lega, t.d. til að bera af sér sak­ir.

Svo virðast yf­ir­völd hafa dregið lapp­irn­ar við að rann­saka málið. Niðurstaðan er sú að hann hef­ur skaðast stór­lega þenn­an tíma, sak­laus maður­inn. Það er ástæða til að hvetja Gylfa til að sækja rétt sinn fyr­ir dómi,“ skrif­ar Jón Stein­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka