Fjöldi Íslendinga hefur lent í vandræðum með greiðslukort sín í Danmörku í dag. Um tímabundna truflun er að ræða að því er fram kemur í tilkynningu frá fjártæknifyrirtækinu Rapyd. Lagfæring hefur verið gerð en ekki er hægt að útiloka frekari truflanir.
Bilunin er rakin til breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í krefum kortafyrirtækisins Visa International.
Blaðamaður mbl.is, sem staddur er í Kaupmannahöfn, segir fjölda Íslendinga hafa lent í því í dag að kortum þeirra hafi verið lokað. Upphæðir hafi hundraðfaldast og kort lokast því vegna kerfisvillu.