Kosta ekki undir 250 milljónum

Einbýlishúsið Haukanes 28 er til sölu. Það er 400 fermetrar …
Einbýlishúsið Haukanes 28 er til sölu. Það er 400 fermetrar og var tekið í gegn fyrir nokkrum árum. mbl.is/Árni Sæberg

Jason Kristinn Ólafsson, fasteignasali hjá Mikluborg, segir ekki ólíklegt að góð einbýlishús á Arnarnesi fari að kosta frá 250 milljónum. Sömuleiðis fari því ekki fjarri að bestu sjávarlóðir á Arnarnesi séu nú metnar á allt að 200 milljónir.

Tilefnið er umfjöllun um hækkandi verð á einbýlishúsalóð við Reynisvatnsás í Morgunblaðinu í gær. Rætt var við Hannes Steindórsson, formann Félags fasteignasala, sem sagði takmarkað framboð meginskýringuna á því að slíkar lóðir hefðu hækkað í verði.

Kort/mbl.is

Hannes kannaði, að beiðni blaðsins, framboð á slíkum lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var að sjö sérbýlislóðir væru til sölu í Mosfellsbæ, þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi, þrjár í Garðabæ og örfáar í Hafnarfirði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert