Grunur leikur á því að líkið sem fannst í fjöru í Borgarnesi í gær sé af Modestas Antanavicius sem hvarf 7. janúar.
Þetta staðfestir Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is.
Hann segir að réttarmeinafræðideild Landspítala hafi nú líkið í sinni umsjá.
„Þar mun fara fram vinna réttarmeinafræðings ásamt kennslanefnd ríkislögreglustjóra eins og hefðbundið er í svona málum þrátt fyrir að grunsemdir okkar séu að þetta sé þessi aðili sem saknað er.“
Umfangsmikil leit fór fram í byrjun árs að Modestas en hann sást síðast á Olís í Borgarnesi.
Helgi segir að einungis séu um að ræða grunnsemdir lögreglu.